Námsskrá

Leikskólinn Geislabaugur starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla frá 2011. Á grunni aðalnámskrár ber hverjum leikskóla að útfæra sína eigin skólanámskrá þar sem lögð er áhersla á sérkenni, menningu og starfshætti viðkomandi skóla.

Nú er Námskrá Geislabaugs tilbúin ( október 2015 ) hún var unnin með öllum kennurum skólans frá árinu 2014 - 2015 

Námskráin er tæki sem leikskólakennarinn nýtir sér við áætlanagerð og skipulagningu verkefna og í mati á vinnu sinni með börnunum. Skólanámskrá er sífellt í þróun og endurskoðun ekki síst fyrstu þrjú árin meðan starfið er að mótast og festa sig í sessi.

Skólanámskrá Geislabaugs