Leikskólastarf

 • Aðlögun

  Þegar barnið byrjar fá foreldrar blað þar sem farið er yfir aðlögunarferlið. Þetta er mikilvægur tími fyrir alla til að kynnast og mynda góð tengsl og því gott að gefa aðlögun góðan tíma. Mjög misjafnt er hversu langan tíma barnið þarf í aðlögun. Í Geislabaugi erum við með þriggja daga þátttökuaðlögun. Foreldrar taka þátt alla dagana og kynnast því vel börnum, starfsfólki, öðrum foreldrum og starfsemi skólans. Kynningarfundur fyrir foreldra er á meðan aðlögun stendur yfir. 

 • Dagskipulag

  Dagskipulag er ekki eins á öllum deildum, sjá nánar á viðkomandi deildum.
  Hér má sjá gróft dagskipulag á öllum deildum.

  07:30 - 08:00   Leikskólinn opnar róleg stund
  08:00 - 09:00   Morgunmatur
  09:00 -10:00   Leikur/Val
  10:00-11:30   Hópastarf/Útivera
  11:30-11:45   Samverustund
  11:45-12:30   Hádegismatur
  12:30-13:00   Hvíld
  13:00-14:15   Útivera/Hópastarf
  14:15-14:30   Samverustund
  14:30-15:15   Hressing
  15:15-16:15   Leikur
  16:15-17:00   Sameinað á deildum /Tiltekt/Róleg stund
  17:00   Leikskólinn lokar

   

 • Einkunnarorð Geislabaugs

  Virðing - Gleði - Sköpun

  Virðing

  Við leggjum ríka áherslu á að virðing sé borin fyrir einstaklingnum. Fjölbreytileiki auðgar starfið. Við berum
  virðingu fyrir skoðunum, hugmyndum og verkum annarra og leiðir það til betri árangurs, aukinnar sjálfsábyrgðar og sjálfsvirðingar.

  Gleði

  Þar er gott að vera sem gleðin býr. Gleðin getur hjálpað okkur í gegnum erfiða tíma því við getum sjálf kallað hana fram með jákvæðri hugsun. Sá sem er glaðvær er öðrum gleðigjafi og léttir þeim lífið.

  Sköpun

  Í örvandi umhverfi fáum við tækifæri til að vera skapandi og allir fá að leita svara. Í jákvæðu andrúmslofti er ekkert rétt eða rangt, þar sem forvitni allra fær að njóta sín.

  Jafnrétti 

  Öllum börnum eru veitt jöfn tækifæri til náms óháð kyni eða menningu. Strákum og stelpum er ekki mismunað.

 • Elstu börnin/ Meistarar

  Á haustin byrjum við að vinna sérstaklega með elstu börnin, sem við köllum á Geislabaugi, Meistara. Við eflum og styðjum þau á ýmsan hátt með skapandi og meira krefjandi verkefnum en umfram allt leggjum við ríka áherslu á gleði og samkennd í hópunum. Sjá nánar í námskrá elstu barna.

 • Ferðabangsinn

  Á hverri deild er ferðabangsi. Hann á heima í bakpoka og hvert barn í leikskólanum fer með hann heim til sín í heimsókn nokkrum sinnum á ári. Ferðabangsanum fylgir dagbók þar sem foreldrar og barn skrá saman viðburði í heimsókninni, síðan er lesið úr dagbókinni fyrir alla í samverustund og barnið hvatt til að segja frá. Þannig tengir ferðabangsinn heimilin við leikskólann.

 • Hvíld

  Hæfileg hvíld um miðjan daginn er nauðsynleg til að tryggja andlega og líkamlega vellíðan barna. Hún gefur einnig tækifæri á að skapa hlýju og góð tengsl við hvert einstakt barn og barnahópinn í heild. Börnin hafa alltaf ákveðinn stað til að hvíla sig á. Í hvíldarstundum er lesin saga, farið í jóga eða hlustað á góðan geisladisk og yngri börnin sofna stutta stund.

 • Jafnrétti

  Í Geislabaugi vinnum við með jafnréttishugsjón að leiðarljósi og frá haustinu 2015 
  erum við Jafnréttisleikskóli. Við gerum jafnréttisáætlun að hausti 

  Jafnréttisáætlun 2015-2016 

  Þrúnarverkefni um jafnrétti kynjanna:  Nú skal segja

 • Könnunarleikurinn

  Könnunarleikurinn er hugsmíð Elinor Goldschmied, í samvinnu og útfærslu við leikskólakennara í Englandi, Skotlandi, Ítalíu og Spáni. Könnunarleikurinn er fyrir yngstu börnin. Lítill hópur barna og kennari eru saman í lokuðu herbergi, þar sem engin truflun er. Hver tími er 30-60 mínútur. Kennarinn talar ekki við börnin á meðan þau eru í könnunarleiknum. Þess í stað nýtir hann tímann til skráninga og athugana á leik barnanna. Börnin fá ýmiskonar efnivið, s.s. keðjur, lykla, slæður, til þess að rannsaka, uppgötva og skilja sjálf án íhlutunar kennara. Þegar kemur að því að ganga frá eftir leikinn, eru notuð hugtök og hlutirnir kallaðir sínum nöfnum, til örvunar málþroska barnanna.
 • Læsi

  Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt (Aðalnámskrá leikskóla, 2011).

  Allir leikskólar Reykjavíkurborgar er skilt að gera áætlun um læsi sem byggir á læssistefnu leikskóla „ lesið í leik „ Eins og kemur fram í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er Læsi einn af grunnþáttum menntunar

  Læsistefna Geislabaugs

  Læsisáætlun 2015-2016 

 • Matartímar

  Við erum með matstofu í Geislabaugi hún tók til starfa haustið 2016 eftir að sex kennarar fóru í námsferð til Pistoia á Írtalíu. Eftir þá ferð vildum við breyta umhverfinu á deildum þannig að meira rými skapaðist fyrir leikinn og börnin gætu borðað á öðrum stað en í leiksstofunni. En þannig er það í flesum skólum sem starfa í anda Reggio Emilia. 

  Elstu börnin borða hádegismatinn í matstofunni en morgunmatinn og hressinguna í flæði inn á deildum. Yngri deildarnar borða sinn hádegismat á sinni deild með áherslu á sjálfshjálp.  

 • Menning Geislabaugs

 • Samverustund

  Í samverustund gefst börnum og kennurum tækifæri til að eiga saman notalega stund í ró og næði. Þá er lesið, sungið og spjallað um það sem vekur áhuga hverju sinni. Samverustundirnar eru einnig notaðar í markvissa málörvun.
 • Söngstund/ vinastund

  Stundirnar byrja kl. 9:30 í salnum á föstudögum. Vinastund er sameiginleg söngstund þar sem öll börn á og kennarar Geislabaugs koma saman, syngja, dansa og koma fram fyrir hvert annað með leikþátt eða söng.

 • Svæðaleikur

  Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins. En skipulagið í kringum hann köllum við svæðaleik. Það eru fjögur grunnsvæði í boði. 

  Byggingarsvæði
  Leiksvæði
  Listasvæði
  Læsissvæði

  Börnin velja sér svæði og ákveða síðan með kennara hvað þau vilja gera á svæðinu. Fyrst og fremst hlustum við á börnin áhuga þeirra og þarfir. Erum óhrædd við að skipta um stefnu og börnin fá tækifæri til að spá, skapa og finna svör. Ferlið í svæðaleiknum skiptir meira máli en afraksturinn.

 • Útivera

  Útivera er mikilvægur þáttur í uppeldisstarfi leikskólans, og er grófhreyfingum og frjálsum leik gert hátt undir höfði. Íslenskt veðurfar getur verið umhleypingasamt og rysjótt. Þess vegna er börnunum okkar hollt að venjast veðráttunni eins og hún er og því mikilvægt að klæðast í samræmi við það.
  Sumir foreldrar óska eftir inniveru fyrir börn sín í því skyni að verja þau gegn veikindum, en það er ekkert sem bendir til þess að börn sýkist frekar í útilofti en innandyra. Börn sem dvelja langdvölum innandyra eru oft kulsælli og viðkvæmari en þau börn sem vön eru útiveru.
 • Vettvangsferðir

  Markmið með vettvangsferðunum er að börnin kynnist sínu nánasta umhverfi og sjái hlutina í víðara samhengi þ.e. ekki bara út frá bókum eða verkefnum innan leikskólans. Við förum mikið í gönguferðir um nánasta umhverfi leikskólans og þá séstaklega í skóginn okkar uppi í hlíðinni, en þar eigum við okkar sérstaka skógarrjóður.