Jæja þá er komið að fyrsta foreldrakaffinu, þið eruð velkomin að kíkja í kaffi fyrir hádegi eða eftir hádegi. frá 8-9 eða 15:30-16:30 það verður hengdur nafnalisti á töflurnar og þið skráið hvenær þið viljið koma. Þetta er mjög mikilvægt fyrir barnið að vita hvenær og hvort þið komið í kaffið.
Við ætlum í friðargöngu. Tökum strætó upp í Hallgrímskirkju og löbbum þaðan niður á Ingólfstorg.
Við ætlum að útbúa spjöld þar sem við minnum fólk á að vera gott hvert við annað.
Þá er komið að okkar vinsæla Ömmu og afa kaffi.
Ömmur og afar eru velkomin að kíkja í kaffi og með því kl 15 - 16
En ef það eru ekki ömmur og afar á staðnum þá eru foreldrar velkomnir
Við ætlum að fara í Grasagarðinn og eiga notalega stund þar.
Hlustum á jólasögu og fáum okkur heitt kakó og kex.
Börnin verða að vera mætt ekki seinna en kl. 9:00.
Það er mikill áhugi hjá börnunum fyrir því að hafa dótadag, ætlum við að verða við þeim óskum og hafa fyrsta dótadag ársins á miðvikudaginn 19 janúar. þá erum við með salinn og nóg plás að leika sér.
En það er aðeins leyfilegt að koma með eitt dót !!